Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   fös 18. október 2019 12:30
Elvar Geir Magnússon
Noregskonungur gestur Solskjær á Old Trafford
Haraldur Noregskonungur verður á Old Trafford á sunnudaginn þegar Manchester United mætir Liverpool.

Hann er sérstakur gestur Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United, og munu þeir hittast eftir leikinn.

Í heimsókn til London árið 2005 sagðist Haraldur konungur vera stuðningsmaður Tottenham.

Þegar Solskjær var ráðinn stjóri Manchester United tjáði Haraldur sig um ráðninguna.

„Þetta eru viirkilega stórar fréttir. Ég vonast af öllu hjarta að hann muni ná árangri," sagði Haraldur.

Haraldur er mikill íþróttaáhugamaður.

Solskjær er undir mikilli pressu hjá Manchester United. Liðið er í tólfta sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Tottenham.
Athugasemdir
banner