Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 18. október 2020 06:00
Victor Pálsson
Saha: Calvert-Lewin fer í Meistaradeildina
Mynd: Getty Images
Louis Saha, fyrrum leikmaður Manchester United og Everton, er mikill aðdáandi framherjans Dominic Calvert-Lewin sem leikur með því síðarnefnda.

Calvert-Lewin hefur til að mynda verið orðaður við Man Utd en hann hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og er með níu mörk í sex leikjum.

Saha telur að framtíð leikmannsins sé björt en hann spilaði fyrstu landsleikina fyrir England nýlega undir stjórn Gareth Southgate.

„Það eru margir leikmenn sem eru orðaðir við Manchester United. Þetta félagið vill alla þá bestu og þá sem skora mest. Auðvitað koma sögusagnir," sagði Saha.

„Því fleiri sem mörkin eru því nær ertu þessum félögum. Með Dominic þá er landsliðið skref sem hann getur tekið til að sanna sig. Ég tel hann hafa hæfileikana og sé mögulegt næsta skref sem mér líkar ekki við frá hlið Everton."

„Ég held að einn daginn þá muni hann spila fyrir lið í Meistaradeildinni."

Athugasemdir
banner
banner