Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   sun 18. október 2020 21:01
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Sociedad skellti Betis - Huesca kom til baka
Þremur síðustu leikjum dagsins er lokið á Spáni þar sem Real Sociedad hafði betur í hörkuslag gegn Real Betis.

Jafnræði ríkti með liðunum stærsta hluta leiksins en afar lítið var um færi. Cristian Portu kom Sociedad yfir undir lok fyrri hálfleiks og náði Betis að koma knettinum í netið í síðari hálfleik en markið dæmt af vegna ótrúlega tæprar rangstöðu. Leikmaður Betis var með olnbogann fyrir innan aftasta varnarmann gestanna.

Betis reyndi að sækja sér jöfnunarmark en gestirnir áttu stórhættulegar skyndisóknir og bættu tveimur mörkum við á lokakaflanum. Adnan Januzaj gerði síðasta markið, hann kláraði þröngt færi með föstu skoti í þaknetið.

Sociedad er á toppi deildarinnar með ellefu stig eftir sex umferðir. Betis er með níu stig.

Real Betis 0 - 3 Real Sociedad
0-1 Cristian Portu ('43 )
0-2 Mikel Oyarzabal ('74 , víti)
0-3 Adnan Januzaj ('88 )

Huesca lenti þá tveimur mörkum undir gegn Real Valladolid en náði að koma til baka og jafna. Sandro Ramirez, fyrrum leikmaður Everton, gerði jöfnunarmarkið.

Að lokum hafði Elche betur á útivelli gegn Alaves.

Stöðuna í deildinni má sjá hér fyrir neðan.

Huesca 2 - 2 Valladolid
0-1 Bruno Gonzalez ('34 )
0-2 Waldo Rubio ('51 , víti)
1-2 Rafa Mir ('52 )
2-2 Sandro Ramirez ('56 )

Alaves 0 - 2 Elche
0-1 Pere Milla ('39 )
0-2 Tete Morente ('86 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 10 9 0 1 22 10 +12 27
2 Barcelona 10 7 1 2 25 12 +13 22
3 Villarreal 10 6 2 2 18 10 +8 20
4 Atletico Madrid 10 5 4 1 18 10 +8 19
5 Espanyol 10 5 3 2 14 11 +3 18
6 Betis 10 4 4 2 15 12 +3 16
7 Elche 10 3 5 2 11 10 +1 14
8 Vallecano 10 4 2 4 12 10 +2 14
9 Athletic 10 4 2 4 9 10 -1 14
10 Getafe 10 4 2 4 10 12 -2 14
11 Sevilla 10 4 1 5 17 16 +1 13
12 Alaves 10 3 3 4 9 9 0 12
13 Celta 10 1 7 2 11 13 -2 10
14 Osasuna 10 3 1 6 9 12 -3 10
15 Levante 10 2 3 5 14 18 -4 9
16 Mallorca 10 2 3 5 11 15 -4 9
17 Real Sociedad 10 2 3 5 10 14 -4 9
18 Valencia 10 2 3 5 10 16 -6 9
19 Girona 10 1 4 5 9 22 -13 7
20 Oviedo 10 2 1 7 7 19 -12 7
Athugasemdir
banner
banner