Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 18. nóvember 2022 23:50
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsta tapið síðan í september
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Óli Ólafsson og hans menn í Esbjerg töpuðu fyrir Skive, 2-1, í dönsku C-deildinni í kvöld en þetta var fyrsta tap liðsins síðan í september.

Íslenski varnarmaðurinn var eins og vanalega í byrjunarliði Esbjerg í kvöld en hann lék allan leikinn.

Esbjerg hafði verið á góðu róli í deildinni og í raun óstöðvandi en fyrsta tapið í rúma tvo mánuði kom í kvöld.

Esbjerg tók forystuna á 18. mínútu en Skive svaraði með tveimur mörkum fyrir lok fyrri hálfleiks og tókst síðan að vernda öll stigin í þeim síðari.

Ísak og félagar eru á toppnum í C-deildinni með 35 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner