Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. janúar 2020 19:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjarni spurði Mane hvort að titillinn væri kominn í hús
Sadio Mane.
Sadio Mane.
Mynd: Getty Images
Sadio Mane, leikmaður Liverpool og ef ekki besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, ræddi við Bjarna Þór Viðarson á Síminn Sport eftir 2-0 sigur Liverpool á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrsta spurning Bjarna var hvort að titilinn væri kominn í hús. Við því sagði Mane: „Ég vildi óska þess."

Liverpool er með 16 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á liðið leik til góða á næstu lið. „Það er of snemmt að tala um titilinn þó það sé okkar markmið."

„Við munum sjá hvað gerist undir lok tímabilsins."

„Við tökum þetta leik fyrir leik. Hlutirnir gerast hratt í fótbolta og við þurfum að vera einbeittir."

Þá spurði Bjarni hvort að Englandsmeistaratitilinn myndi þýða meira en Meisaradeildartitillinn sem Liverpool vann á síðustu leiktíð. „Ef þú ert stuðningsmaður þá segirðu enska úrvalsdeildin, en ég segi bæði."

Viðtalið við Mane er hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner