Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 19. janúar 2020 19:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Það var margt jákvætt
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
„Leikmennirnir gáfu okkur allt," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir 2-0 tap gegn erkifjendunum í Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

„Við byrjuðum ekki seinni hálfleikinn eins vel og við vildum, en á síðustu 25 mínútunum þá pressuðum við þá og ýttum þeim aftar. Ég er svekktur að við fengum á okkur mark úr horni og með síðustu spyrnu leiksins, en það var margt jákvætt."

„Mér fannst við spila mjög vel í seinni hálfleiknum, gegn góðu liði og á erfiðum stað."

„Það vantaði upp á gæðin þegar kom að því að klára færi eða gefa úrslitasendingu. Fred og David de Gea áttu mjög góðan leik. Við unnum saman sem lið."

Fótboltafréttamaðurinn þaulreyndi, Henry Winter, sagði frá því á Twitter að Marcus Rashford, sem spilaði ekki í dag, yrði frá í 2-3 mánuði út af bakmeiðslum. Solskjær segir að það sé möguleiki á að skammtímalausnir verði skoðaðar út af meiðslum Rashford.
Athugasemdir
banner
banner