Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 19. febrúar 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Guyon Philips í Víði Garði (Staðfest)
Guyon Philips og Hólmar Örn Rúnarsson þjálfari Víðis.
Guyon Philips og Hólmar Örn Rúnarsson þjálfari Víðis.
Mynd: Víðir Garði
Víðir Garði hefur fengið hollenska framherjann Guyon Philips í sínar raðir.

Guyon, sem er 26 ára, lék með Alta í Noregi í fyrra þar sem skoraði 12 mörk í 22 leikjum.

Árið 2018 lék hann sex leiki með Víkingi Ólafsvík en árin þar á undan í heimalandinu Hollandi með Go Ahead Eagles, FC Volendam, FC Oss, Telstar og Achilles '29.

„Við bjóðum Guyon hjartanlega velkominn í Víði og væntum mikils af honum í sumar," segir á heimasíðu Víðis.

Guyon er annar erlendi framherjinn sem Víðismenn fá í sínar raðir á stuttum tíma en í síðustu viku samdi félagið við spænska leikmanninn Pepelu Vidal.

Víðir endaði í 4. sæti í 2. deild á síðasta tímabili en liðið hefur leik í Lengjubikarnum á laugardag þegar það mætir Augnablik.
Athugasemdir
banner
banner