ţri 19. apríl 2016 10:15 |
|
Spá Fótbolta.net - 8. sćti: ÍBV
Sérfrćđingar Fótbolta.net spá ţví ađ Eyjamenn hafni í áttunda sćti í Pepsi-deildinni í sumar. Fréttaritarar spá í deildina en ţeir rađa liđunum upp í röđ og ţađ liđ sem er í efsta sćti fćr 12 stig, annađ sćti 11 og svo koll af kolli niđur í tólfta sćti sem gefur eitt stig. ÍBV endar í 8. sćti.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ÍBV 42 stig
9. Fjölnir 27 stig
10.ÍA 26 stig
11 Víkingur Ólafsvík 24 stig
12. Ţróttur 14 stig
Um liđiđ: Síđasta tímabil hjá ÍBV var ekki spennandi. Liđinu gekk illa ađ safna stigum og í raun hélt liđiđ sér uppi á ţví ađ tvö liđ voru slakari. Liđiđ fór í gegnum ţjálfaraskipti á miđju tímabili og ákveđin deyfđ var yfir liđinu. Eyjamönnum dreymir um ađ liđiđ nái ađ verđa stórt afl í íslenskum fótbolta á nýjan leik.
Ţjálfari - Bjarni Jóhannsson: Ţađ hafa veriđ tíđ ţjálfaraskipti hjá ÍBV undanfarin ár. Bjarni býr yfir mikilli reynslu en náđi ekki sínum markmiđum hjá KA og hefur ýmislegt ađ sanna hjá ÍBV. Bjarni er í miklum metum í Vestmannaeyjum enda gerđi hann liđiđ ađ Íslandsmeistara tvö ár í röđ 1997 og 1998. Leikstíll Bjarna býđur upp á mjög skemmtilega leiki og liđ hans skora venjulega nóg af mörkum, oft á kostnađ varnarleiksins.
Styrkleikar: ÍBV hefur öflugt byrjunarliđ og er međ sömu varnarlínu og í fyrra. Bjarni er gríđarlega góđur í ađ mynda stemningu kringum sín liđ og fá fólk međ sér. Liđiđ vann Fótbolta.net mótiđ í vetur ţar sem erlendir leikmenn vöktu mikla athygli. Eyjamenn vilja rífa sig upp úr fallbaráttunni sem ţeir hafa veriđ í og virđast allir í kringum liđiđ vera ađ róa í sömu átt hvađ ţađ varđar.
Veikleikar: Mega alls ekki viđ ţví ađ missa lykilmenn í meiđsli. Útlendingarnir eru margir og ţađ ţarf ađ ná ađ stilla saman strengi. Liđiđ fékk á sig sjö mörk samtals í tveimur síđustu Lengjubikarleikjum sínum, ţar af fimm gegn 1. deildarliđi Fram í 5-5 jafntefli.
Lykilmenn: Pablo Punyed og Gunnar Heiđar Ţorvaldsson. Mikill fengur fyrir Eyjamenn í vetur ţegar ţeir tryggđu sér Punyed sem hefur sannađ sig sem öflugur miđjumađur í Pepsi-deildinni. Gunnar Heiđar er reynslumikill sóknarmađur međ Eyjahjarta sem sćttir sig ekki viđ neitt hálfkák og vill hjálpa ÍBV ađ komast ofar á töfluna.
Gaman ađ fylgjast međ: Uxinn úr Mosfellsbćnum Elvar Ingi Vignisson sem kom frá Fjarđabyggđ í vetur. Áhugaverđur sóknarleikmađur sem býr yfir gríđarlegum líkamsstyrk og skorađi fjögur mörk í leiknum gegn Fram. Erfiđur viđureignar fyrir varnarmenn.
Spurningamerkiđ: Eyjamenn fengu á sig 37 mörk í Pepsi-deildinni í fyrra og ljóst ađ markvarslan verđur ađ vera í lagi ef liđiđ á ađ komast hćrra. Landsliđsmarkvörđur El Salvador, Derby Carillo, er kominn í Heimaey og spennandi verđur ađ sjá hvernig hann finnur sig í íslenska boltanum. Hann spilađi ekkert međ liđinu í Lengjubikarnum ţar sem hann var ekki kominn međ leikheimild.
Völlurinn: Hásteinsvöll má oft finna á listum yfir mögnuđustu fótboltavelli heims. Einstakt umhverfi og náttúrufegurđin gerir ţađ ađ verkum ađ upplifun hjá vallargestum magnast upp. Ţađ er alltaf gaman ađ skella sér á völlinn og nýta daginn í Eyjum.
Stuđningsmađurinn segir - Gunnar Karl Haraldsson
„Ég held ađ ÍBV liđiđ geti gert fína hluti í sumar. Fyrst og fremst er ađ losna úr ţessari botnbaráttu sem liđiđ hefur veriđ í. Eins og undanfarin ár eru miklar breytingar á liđinu en ég held ađ liđiđ sé betra heldur en í fyrra. Ef ég myndi líta raunhćft á ţetta yrđi ég sáttur međ ađ lenda um miđja deild. Ég tel mikinn kost ađ halda sömu varnarlínu og liđiđ var međ í fyrra. ÍBV missti samt mann eins og Sito sem var frábćr ţegar hann kom síđasta sumar en Pablo kemur inn og held ég ađ ţađ henti Gunnari Heiđari mjög vel ađ hafa Pablo fyrir aftan sig."
Sjá einnig:
Líklegt byrjunarliđ ÍBV
Pablo Punyed: Trúum ađ viđ getum endađ í Evrópusćti
Bjarni Jó: Oft kćrusturnar sem stoppa ţetta
Komnir:
Derby Carillo frá Bandaríkjunum
Elvar Ingi Vignisson frá Fjarđabyggđ
Mikkel Majgaard Jakobsen frá Danmörku
Pablo Punyed frá Stjörnunni
Simon Smidt frá Danmörku
Sindri Snćr Magnússon frá Keflavík
Farnir:
Dominic Adams
Guđjón Orri Sigurjónsson í Stjörnuna
Gunnar Ţorsteinsson í Grindavík
Jose Enrique „Sito” í Fylki
Mario Brlecic
Stefán Ragnar Guđlaugsson í Selfoss (Var á láni)
Tom Even Skogsrud til Moss í Noregi
Víđir Ţorvarđarson í Fylki
Yngvi Borgţórsson í Einherja
Leikmenn ÍBV sumariđ 2016:
Matt Garner - 3
Hafsteinn Briem - 4
Avni Pepa - 5
Pablo Punyed - 6
Aron Bjarnason - 7
Jón Ingason - 8
Mikkel M. Jakobsen - 9
Bjarni Gunnarsson - 10
Sindri Snćr Magnússon - 11
Ásgeir Elíasson - 13
Jonathan Barden - 14
Devon Már Griffin - 15
Hafsteinn Gísli Valdimarsson - 16
Sigurđur Grétar Benónýsson - 17
Simon Smidt - 19
Mees Siers - 20
Halldór Páll Geirsson - 21
Derby Carillo - 22
Benedikt Októ Bjarnason - 23
Óskar Zoega Óskarsson - 24
Felix Örn Friđriksson - 26
Elvar Ingi Vignisson - 27
Ian Jeffs - 30
Andri Ólafsson - 32
Gunnar Heiđar Ţorvaldsson - 34
Leikir ÍBV 2016:
1. maí ÍBV - ÍA
7, maí Fjölnir - ÍBV
12. maí ÍBV - Víkingur Ó.
16. maí Fylkir - ÍBV
22. maí ÍBV - Víkingur R.
29. maí Ţróttur - ÍBV
4. júní ÍBV - KR
15. júní IBV - Breiđablik
23. júní Stjarnan - ÍBV
10. júlí Valur - ÍBV
16. júlí ÍBV - FH
24. júlí ÍA - ÍBV
3. ágúst ÍBV - Fjölnir
7. ágúst Víkingur Ó. - ÍBV
14. ágúst ÍBV - Fylkir
21. ágúst Víkingur R. - ÍBV
28. ágúst ÍBV - Ţróttur
10. sept KR - ÍBV
15. sept ÍBV - Stjarnan
18. sept Breiđablik - ÍBV
25. sept ÍBV - Valur
1. okt FH - ÍBV
Spámennirnir: Arnar Dađi Arnarsson, Alexander Freyr Einarsson, Elvar Geir Magnússon, Gunnar Birgisson, Hafliđi Breiđfjörđ, Arnar Geir Halldórsson, Jóhann Ingi Hafţórsson, Magnús Már Einarsson og Magnús Ţór Jónsson.
Athugasemdir