Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. apríl 2021 09:54
Elvar Geir Magnússon
Phil Neville átti engin svör gegn Chicharito
Javier ‘Chicharito’ Hernandez stal senunni.
Javier ‘Chicharito’ Hernandez stal senunni.
Mynd: Getty Images
Inter Miami, félag David Beckham, tapaði fyrsta leik sínum í bandarísku MLS-deildinni undir stjórn Phil Neville.

Það var annar fyrrum leikmaður Manchester United sem stal senunni, mexíkóski sóknarmaðurinn Javier ‘Chicharito’ Hernandez.

LA Galaxy vann 3-2 sigur gegn Inter Miami, eftir að hafa tvívegis lent undir. Robbie Robinson og Gonzalo Higuain (víti) skoruðu mörk Inter en Chicharito skoraði tvö mörk fyrir LA Galaxy

„Ég tel að við höfum verið liðið sem skapaði flest tækifæri og ég er á því að við áttum ekki skilið að tapa þessum leik," sagði Neville en Higuain fór illa með mörg góð færi í leiknum.

Hér má sjá svipmyndir úr leiknum:


Athugasemdir
banner
banner
banner