Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
banner
   lau 19. apríl 2025 18:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Jóhann Birnir.
Jóhann Birnir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var 'off' leikur hjá okkur. Við byrjuðum á að skora en byrjum samt ekki vel því við vorum komnir 2-1 undir (eftir 34 mínútur)."

„Í fyrri hálfleik var eins og við værum ennþá á leiðinni til Akureyrar. Segi ekki að ferðalagið hafi setið í okkur, fannst við bara ekki ná að byrja leikinn almennilega, vorum eftir á í öllu,"
segir Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfari ÍR, eftir tap gegn Þór í Mjólkurbikarnum í dag.

Það voru tólf gul spjöld í leiknum og Jói tók leikmenn af velli í leiknum sem voru komnir með gult.

Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 ÍR

„Maður er líka að reyna hreyfa við liðinu, maður er að velja á milli leikmanna og þarf kannski aðeins að spá í því hverjir eru á gulu spjaldi líka."

„Þetta var þannig leikur að það hefði ekki komið mér á óvart ef það hefði komið rautt spjald, það var mikið um ýtingar."


Fjórir leikmenn sem hafa verið í hlutverki hjá ÍR voru ekki með í dag þar sem þeir voru erlendis. Það voru þeir Alexander Kostic, Marc McAusland, Ágúst Unnar Kristinsson og Arnór Sölvi Harðarsson.

„Þannig gerjaðist þetta bara hjá okkur, þetta er af persónulegum ástæðum hjá þeim öllum. Auðvitað hittir það illa á og er leiðinlegt. Það er með algjöru leyfi frá okkur," segir Jói.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst. ÍR undirbýr sig núna undir komandi átök í Lengjudeildinni en næst efsta deild hefst eftir tvær vikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner