Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   lau 19. apríl 2025 18:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Jóhann Birnir.
Jóhann Birnir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var 'off' leikur hjá okkur. Við byrjuðum á að skora en byrjum samt ekki vel því við vorum komnir 2-1 undir (eftir 34 mínútur)."

„Í fyrri hálfleik var eins og við værum ennþá á leiðinni til Akureyrar. Segi ekki að ferðalagið hafi setið í okkur, fannst við bara ekki ná að byrja leikinn almennilega, vorum eftir á í öllu,"
segir Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfari ÍR, eftir tap gegn Þór í Mjólkurbikarnum í dag.

Það voru tólf gul spjöld í leiknum og Jói tók leikmenn af velli í leiknum sem voru komnir með gult.

Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 ÍR

„Maður er líka að reyna hreyfa við liðinu, maður er að velja á milli leikmanna og þarf kannski aðeins að spá í því hverjir eru á gulu spjaldi líka."

„Þetta var þannig leikur að það hefði ekki komið mér á óvart ef það hefði komið rautt spjald, það var mikið um ýtingar."


Fjórir leikmenn sem hafa verið í hlutverki hjá ÍR voru ekki með í dag þar sem þeir voru erlendis. Það voru þeir Alexander Kostic, Marc McAusland, Ágúst Unnar Kristinsson og Arnór Sölvi Harðarsson.

„Þannig gerjaðist þetta bara hjá okkur, þetta er af persónulegum ástæðum hjá þeim öllum. Auðvitað hittir það illa á og er leiðinlegt. Það er með algjöru leyfi frá okkur," segir Jói.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst. ÍR undirbýr sig núna undir komandi átök í Lengjudeildinni en næst efsta deild hefst eftir tvær vikur.
Athugasemdir