Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   lau 19. apríl 2025 18:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Jóhann Birnir.
Jóhann Birnir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var 'off' leikur hjá okkur. Við byrjuðum á að skora en byrjum samt ekki vel því við vorum komnir 2-1 undir (eftir 34 mínútur)."

„Í fyrri hálfleik var eins og við værum ennþá á leiðinni til Akureyrar. Segi ekki að ferðalagið hafi setið í okkur, fannst við bara ekki ná að byrja leikinn almennilega, vorum eftir á í öllu,"
segir Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfari ÍR, eftir tap gegn Þór í Mjólkurbikarnum í dag.

Það voru tólf gul spjöld í leiknum og Jói tók leikmenn af velli í leiknum sem voru komnir með gult.

Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 ÍR

„Maður er líka að reyna hreyfa við liðinu, maður er að velja á milli leikmanna og þarf kannski aðeins að spá í því hverjir eru á gulu spjaldi líka."

„Þetta var þannig leikur að það hefði ekki komið mér á óvart ef það hefði komið rautt spjald, það var mikið um ýtingar."


Fjórir leikmenn sem hafa verið í hlutverki hjá ÍR voru ekki með í dag þar sem þeir voru erlendis. Það voru þeir Alexander Kostic, Marc McAusland, Ágúst Unnar Kristinsson og Arnór Sölvi Harðarsson.

„Þannig gerjaðist þetta bara hjá okkur, þetta er af persónulegum ástæðum hjá þeim öllum. Auðvitað hittir það illa á og er leiðinlegt. Það er með algjöru leyfi frá okkur," segir Jói.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst. ÍR undirbýr sig núna undir komandi átök í Lengjudeildinni en næst efsta deild hefst eftir tvær vikur.
Athugasemdir
banner