Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Venni: Kjánalegt að stefna að einhverju öðru en að fara upp
Amin Cosic: Búinn að vera bíða eftir þessu marki í svona ár
Haraldur Freyr: Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður
Ólafur Kristófer: Betra þegar það er minna að gera hjá mér
Gunnar Heiðar: Fannst við aldrei vera minna liðið
Árni Freyr: Óli varði víti svo við sættum okkur við stigið
„Verðum að taka þetta með okkur á koddann og koma graðir í næsta leik"
Gunnar Már: Sama hvað maður segir er ekki hlustað á mann
Hemmi: Við verðum þar, það er morgunljóst
„Þurfum að hætta því að kveikja ekki á okkur í byrjun"
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
   lau 19. apríl 2025 18:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Jóhann Birnir.
Jóhann Birnir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var 'off' leikur hjá okkur. Við byrjuðum á að skora en byrjum samt ekki vel því við vorum komnir 2-1 undir (eftir 34 mínútur)."

„Í fyrri hálfleik var eins og við værum ennþá á leiðinni til Akureyrar. Segi ekki að ferðalagið hafi setið í okkur, fannst við bara ekki ná að byrja leikinn almennilega, vorum eftir á í öllu,"
segir Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfari ÍR, eftir tap gegn Þór í Mjólkurbikarnum í dag.

Það voru tólf gul spjöld í leiknum og Jói tók leikmenn af velli í leiknum sem voru komnir með gult.

Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 ÍR

„Maður er líka að reyna hreyfa við liðinu, maður er að velja á milli leikmanna og þarf kannski aðeins að spá í því hverjir eru á gulu spjaldi líka."

„Þetta var þannig leikur að það hefði ekki komið mér á óvart ef það hefði komið rautt spjald, það var mikið um ýtingar."


Fjórir leikmenn sem hafa verið í hlutverki hjá ÍR voru ekki með í dag þar sem þeir voru erlendis. Það voru þeir Alexander Kostic, Marc McAusland, Ágúst Unnar Kristinsson og Arnór Sölvi Harðarsson.

„Þannig gerjaðist þetta bara hjá okkur, þetta er af persónulegum ástæðum hjá þeim öllum. Auðvitað hittir það illa á og er leiðinlegt. Það er með algjöru leyfi frá okkur," segir Jói.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst. ÍR undirbýr sig núna undir komandi átök í Lengjudeildinni en næst efsta deild hefst eftir tvær vikur.
Athugasemdir
banner
banner