Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 19. apríl 2025 20:55
Jakob Örn Heiðarsson
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þetta var bara fagmannalega gert hjá okkur í dag. Við náðum að halda góðri einbeitingu allan leikinn og féllum ekki í þá gryfju að fara að gera hlutina sjálfir, þannig að ég er bara mjög sáttur" sagði Óskar Hrafn eftir frammistöðu sinna manna í 11-0 sigri á KÁ í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag.

Lestu um leikinn: KR 11 -  0 KÁ

"Tímabilið leggst bara frábærlega í mig. Ég hlakka til hvers einasta leiks sem við spilum, í hvaða keppni sem er. Við erum auðvitað í ákveðnu umbreytingarskeiði þar sem miklar breytingar hafa orðið milli ára, og við höfum lent í smá basli með meiðsli. En heilt yfir er þetta frábær hópur þar sem allir eru að róa í sömu átt, þannig að ég hef bara mjög góða tilfinningu fyrir sumrinu."

Óskar Hrafn tók við liðinu síðasta haust og er því að fara í sitt fyrsta heila tímabil með KR-ingum. Liðið er taplaust eftir fyrstu þrjá leikina í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum.

Auk þess ræddi Óskar um unga strákana, meiðsli hjá Finni Tómasi og Ástbirni. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner