Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   lau 19. apríl 2025 20:55
Jakob Örn Heiðarsson
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þetta var bara fagmannalega gert hjá okkur í dag. Við náðum að halda góðri einbeitingu allan leikinn og féllum ekki í þá gryfju að fara að gera hlutina sjálfir, þannig að ég er bara mjög sáttur" sagði Óskar Hrafn eftir frammistöðu sinna manna í 11-0 sigri á KÁ í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag.

Lestu um leikinn: KR 11 -  0 KÁ

"Tímabilið leggst bara frábærlega í mig. Ég hlakka til hvers einasta leiks sem við spilum, í hvaða keppni sem er. Við erum auðvitað í ákveðnu umbreytingarskeiði þar sem miklar breytingar hafa orðið milli ára, og við höfum lent í smá basli með meiðsli. En heilt yfir er þetta frábær hópur þar sem allir eru að róa í sömu átt, þannig að ég hef bara mjög góða tilfinningu fyrir sumrinu."

Óskar Hrafn tók við liðinu síðasta haust og er því að fara í sitt fyrsta heila tímabil með KR-ingum. Liðið er taplaust eftir fyrstu þrjá leikina í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum.

Auk þess ræddi Óskar um unga strákana, meiðsli hjá Finni Tómasi og Ástbirni. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner