Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. maí 2019 23:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola reiddist vegna spurningu um peningagreiðslur
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, kunni ekki að meta eina spurningu eftir 6-0 sigur City á Watford í úrslitum enska bikarsins á laugardag.

Spurningin snerist um rannsókn á vegum UEFA. Síðasta árið hefur Manchester City verið rannsakað þar sem talið er að félagið hafi brotið Financial Fair Play reglur UEFA.

Rannsóknarmenn á vegum UEFA telja að Manchester City eigi að fara í bann frá Meistaradeild Evrópu í eitt ár ef sannað verður að félagið hafi brotið fjármálareglur.

Sjá einnig:
Telja að Man City eigi að fara í bann frá Meistaradeildinni

Í nóvember sagði þýska tímaritið Der Spiegel frá því að Roberto Mancini, fyrrum stjóri Manchester City, hefði fengið borgað 1,75 milljónir punda í gegnum aflandsfélög. Laun hans 2011 voru 1,45 milljónir punda og þá hafi þessar 1,75 milljónir punda bæst ofan á það. Spiegel segir að Manchester City sé ekki skráð fyrir þeim kostnaði, heldur Al Jazira í Abú Dabí.

Guardiola var spurður að því á blaðamannafundinum í gær hvort hann væri að fá svipaðar greiðslur og brást hann ekki vel við þeirri spurningu.

„Veistu hvaða spurningu þú ert að spyrja mig?" sagði Guardiola. „Finnst þér ég virkilega eiga þetta skilið í dag, á deginum þegar við unnum þrennuna?"

„Fékk ég peninga? Ertu að ásaka mig um að hafa fengið peninga?" sagði Guardiola reiður.

Guardiola bætti við:

„Ég er búinn að segja að við erum ekki sekir þangað til það er sannað. Þetta félag hefur tekið stór skref fram á við með fjárfestingum. Peningar hjálpa við að kaupa þá ótrúlega leikmenn sem við erum með í okkar röðum."

„Varðandi rannsóknina hjá UEFA, þá bíðum við. Ef okkur er refsað þá samþykkjum við það. Ég hlusta á yfirmenn mína. Þeir sögðu mér hvers vegna það er verið að rannsaka félagið og ég treysti þeim."

Hér að neðan má sjá myndband af því þegar Guardiola fékk spurninguna í gær.



Athugasemdir
banner
banner
banner