Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. maí 2019 10:06
Elvar Geir Magnússon
Telja að Man City eigi að fara í bann frá Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Rannsóknarmenn á vegum UEFA telja að Manchester City eigi að fara í bann frá Meistaradeild Evrópu í eitt ár ef sannað verður að félagið hafi brotið fjármálareglur.

New York Times greinir frá en samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins hefur Yves Leterme, yfirmaður rannsóknarnefndarinnar, ekki tekið lokaákvörðun.

Síðasta árið hefur Manchester City verið rannsakað þar sem talið er að félagið hafi brotið Financial Fair Play reglur UEFA.

Áreiðanlegir fjölmiðlar segja að rannsóknarnefndin muni leggja til eitt ár í bann í Meistaradeildinni.

Brot Manchester City eru þau sem þýski fjölmiðillinn Der Spiegel fjallaði um í vetur. Þar segir að hernaðaráætlun City átti að tryggja að fé bærist frá Mansour bin Zayed Al Nahyan, eiganda Manchester City, til félagsins en að þær færslur væru dulbúnar svo ekki kæmist upp um svikin.

Félög á aflandseyjum voru stofnuð til að halda utan um réttindamál og greiðslur til leikmanna Manchester City. Eigendur félagsins í Abu Dhabi lögðu félaginu til mun meira fé en þeim var heimilt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner