Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fim 19. maí 2022 20:49
Ingi Snær Karlsson
Jóhannes Karl: Við gáfum þeim of mikinn tíma
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara vonsvikinn og svekktur hvernig við förum með hlutina. Við leggjum mikla vinnu í fyrri hálfleikinn, förum engu að síður fljótlega að falla alltof langt frá mönnum og gefa Val tíma á bolta sem er bara ávísun að það fari illa." sagði Jóhannes Karl, þjálfari KR eftir 9-1 tap gegn Val í Bestu deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Valur 9 -  1 KR

Hvernig lögðuð þið leikinn upp?

„Við lögðum náttúrulega upp með að verjast djúpt frekar en framar og ekki að ýta of hátt upp. En engu að síður vildum við setja pressu á ákveðnum svæðum og á ákveðna leikmenn. Það er kannski svona það sem ég er helst ósáttur við, mér finnst við gefa miðsvæðið eftir of auðveldlega, við erum að gefa þeim of mikinn tíma, þær eru að fá tækifæri til að spila sömu sóknina aftur og aftur og aftur án þess að við stígum upp og leysum það. Það er áhyggjuefni, við þurfum að taka meiri ábyrgð inn á vellinum og við þurfum að loka þeim svæðum sem þær vilja sækja í."

Aðspurður hvort honum finnist deildin vera að spilast í takt við væntingar hafði hann þetta að segja: „Í rauninni, já. Það er óvænt að Valur og Breiðablik sé að tapa fyrir liðum í neðri hlutanum en það er eitthvað sem gerist og á eftir að gerast aftur."

Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.


Athugasemdir
banner