Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 19. júní 2021 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Vonandi öflugir leikmenn sem koma til með að styrkja liðið mikið"
Casper Sloth.
Casper Sloth.
Mynd: Stjarnan
Stjarnan hefur krækt í tvo danska leikmenn sem fá leikheimild með liðinu í upphafi gluggans.

Sóknarmaðurinn Oliver Haurits og miðjumaðurinn Casper Sloth eru mættir til Íslands.

Brynjar Gauti Guðjónsson, fyrirliði Stjörnunnar gegn FH, var til viðtals eftir leik á miðvikudaginn. Hann var spurður út í dönsku leikmennina.

Eru þeir komnir inn í hópinn ykkar?

„Þeir eru að losna úr sóttkví og koma inn á æfingar núna. Þetta eru vonandi bara öflugir leikmenn sem koma til með að styrkja liðið okkar mikið," sagði Brynjar Gauti.

„Það er hellingur framundan, það er bikarkeppnin, deildin og svo förum við í Evrópukeppni. Það veitir ekki af að vera með góðan og breiðan hóp," bætti Brynjar við.

Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að neðan.

Lestu um leikinn: FH 1 - 1 Stjarnan
Brynjar Gauti: Björn Daníel aðeins of lengi að hugsa sig um
Athugasemdir
banner
banner