West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   mið 19. júní 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
Höjlund og Lukaku í versta liði fyrstu umferðar EM
Rasmus Höjlund.
Rasmus Höjlund.
Mynd: EPA
Fyrstu umferð riðlakeppni EM lauk í gær þegar Portúgal tryggði sér dramatískan sigur gegn Tékklandi eftir að hafa lent undir í leiknum.

Að lokinni þessari fyrstu umferð birti Sofascore úrvalslið 1. umferðar og einnig versta liðið byggð á einkunnum úr leikunum.

Romelu Lukaku og Rasmus Höjlund leiða sóknarlínuna í síðarnefnda liðinu. Lukaku klúðraði góðum færum í 1-0 tapi Belgíu gegn Slóvakíu og Höjlund fann sig ekki með danska landsliðinu gegn vörn Slóveníu í 1-1 jafnteflisleik.

Cody Gakpo sóknarmaður Hollands fékk hæstu einkunnina í fyrstu umferðinni en hann var maður leiksins í 2-1 sigri gegn Póllandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner