Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   fös 19. júlí 2024 21:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur vann frábæran 2-0 sigur á Þór/KA í Bestu deild kvenna á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við John Andrews, þjálfara Víkinga, eftir leikinn.

Góður sigur í dag, hvernig líður þér?


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  2 Víkingur R.

„Stórkostlega, í fyrsta lagi voru leikmennirnir magnaðir. Í öðru lagi fjárfesti félagið í flugi í stað þess að taka langt ferðalag. Ég vona að leikmennirnir hafi verðlaunað stjórninni og starfsfólki því þau voru frábær, þakkir til stjórnarinnar líka," sagði John.

John var gríðarlega ánægður með liðið í heild sinni.

„Þrjú æðisleg stig. Þegar við vorum undir pressu stigu stóru leikmennirnir upp. Við þurfum aldrei að hafa áhyggjur af yngri leikmönnum því þær eru stútfullar af töfrum. Stelpurnar sem komu inn af bekknum breyttu leiknum. Það var frábær liðsheild sem skóp þennan sigur," sagði John.

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir gekk til liðs við Víkinga á dögunum frá sænskaa félaginu Örebro og hún gerði sér lítið fyrir og skoraði í sínum fyrsta leik í kvöld.

„Hún er góður leikmaður og við erum í skýjunum með að hún hafi valið okkur því hún passar fullkomlega inn í okkar leikstíl. Við spiluðum frábæran fótbolta fyrstu 25 mínúturnar en Þór/KA breytti þá skipulaginu. Við þurftum að aðlagast því og hún þurfti að berjast, hún sýndi þann styrkleika líka. Við elskum að hafa hana," sagði John.


Athugasemdir
banner