Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 19. júlí 2024 21:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur vann frábæran 2-0 sigur á Þór/KA í Bestu deild kvenna á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við John Andrews, þjálfara Víkinga, eftir leikinn.

Góður sigur í dag, hvernig líður þér?


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  2 Víkingur R.

„Stórkostlega, í fyrsta lagi voru leikmennirnir magnaðir. Í öðru lagi fjárfesti félagið í flugi í stað þess að taka langt ferðalag. Ég vona að leikmennirnir hafi verðlaunað stjórninni og starfsfólki því þau voru frábær, þakkir til stjórnarinnar líka," sagði John.

John var gríðarlega ánægður með liðið í heild sinni.

„Þrjú æðisleg stig. Þegar við vorum undir pressu stigu stóru leikmennirnir upp. Við þurfum aldrei að hafa áhyggjur af yngri leikmönnum því þær eru stútfullar af töfrum. Stelpurnar sem komu inn af bekknum breyttu leiknum. Það var frábær liðsheild sem skóp þennan sigur," sagði John.

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir gekk til liðs við Víkinga á dögunum frá sænskaa félaginu Örebro og hún gerði sér lítið fyrir og skoraði í sínum fyrsta leik í kvöld.

„Hún er góður leikmaður og við erum í skýjunum með að hún hafi valið okkur því hún passar fullkomlega inn í okkar leikstíl. Við spiluðum frábæran fótbolta fyrstu 25 mínúturnar en Þór/KA breytti þá skipulaginu. Við þurftum að aðlagast því og hún þurfti að berjast, hún sýndi þann styrkleika líka. Við elskum að hafa hana," sagði John.


Athugasemdir