Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. ágúst 2019 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Leikmaður Wolves: Erfitt að útskýra verðmiðann á Maguire
Diogo Jota skilur ekkert í verðmiðanum á Harry Maguire
Diogo Jota skilur ekkert í verðmiðanum á Harry Maguire
Mynd: Getty Images
Diogo Jota, leikmaður Wolves á Englandi, skilur lítið í 80 milljón punda kaupum Manchester United á enska varnarmanninum Harry Maguire.

Man Utd festi kaup á Maguire undir lok gluggans en hann varð þá dýrasti varnarmaður heims. Virgil van Dijk var dýrasti varnarmaður heims fyrir kaupin en hann var keyptur frá Southampton til Liverpool í janúar á síðasta ári.

Wolves og Man Utd mætast á morgun í lokaleik 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.

„Það er erfitt að útskýra þennan 80 milljón punda verðmiða," sagði Jota við FourFourTwo.

„Markaðurinn er fáránlegur í augnablikinu en það hefur ekkert með mig að gera. Það eru félögin sem setja þessa verðmiða og við verðum bara að virða þessar upphæðir," sagði hann ennfremur.

„Harry Maguire er með mikil gæði en ég þekki okkar leikmenn og treysti þeim fullkomlega gegn Manchester United," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner