Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fim 19. ágúst 2021 21:36
Sverrir Örn Einarsson
Sigurður Bjartur: Fundum eitthvað motivation í hálfleik
Lengjudeildin
Sigurður Bjartur var á skotskónum í kvöld
Sigurður Bjartur var á skotskónum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Níu leikir í röð. Það er rosalega vont þegar þú nærð ekki að vinna svona lengi og eiginlega komnir úr baráttu um að fara upp. Það er erfitt að mótivera sig fyrir leiki en við fundum eitthvað motivation bara í hálfleik.“
Sagði Sigurður Bjartur Hallsson framherji Grindvíkinga sem hélt áfram að raða inn fyrir sína menn og skoraði bæði mörk Grindvíkinga í seinni hálfleik þegar lið hans kom til baka og lagði Þrótt 2-1 í Grindavik fyrr í kvöld eftir að hafa verið 0-1 undir í hálfleik.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  1 Þróttur R.

Sigurður hefur verið manna bestur í Grindavíkurliðinu og skorað alls 16 mörk í deildinni þetta sumarið. Er ekki hálf súrt fyrir hann að mörkin hans 16 hafi ekki skilað jafn mörgum stigum á töfluna og Grindvíkingar hefðu vilja?

„Auðvitað gerir það það en það er ekkert sem ég get gert í því í raun og veru. Við erum lið og ef við vinnum ekki þá vinnum við ekki.“

Fréttaritara lék forvitni á hvort Sigurður hefði gert eitthvað öðruvísi á þessu undirbúningstímabili sem er að skila sér í þessari miklu markaskorun.

„Ég minnkaði við mig í vinnu og fór að æfa tvisvar á dag og það var í raun og veru það eina sem ég breytti og það virkaði bara mjög vel.“

Nú þegar 16 mörk eru þegar komin hefur Sigurður sett sér eitthvað markmið hvað markaskorun varðar á tímabilinu?

„Bara skora eins mikið og ég get. Engin sérstök tala í hausnum á mér.“

Sagði Sigurður en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner