Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 19. ágúst 2022 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Yfirlýsing frá Selfoss: Verður farið yfir verkferla
Mynd: AHM Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfarið af reynslusögu pólska varnarmannsins Chris Jastrzembski sem lék fyrir félagið frá mars til júlí í ár.


Chris, sem fékk samningi sínum rift um miðjan júlí, segist hafa flúið Selfoss og Ísland vegna rasisma og leikur í Kambódíu í dag.

Selfoss segist harma upplifun Chris á Selfossi og „mun nota þetta tækifæri og yfirfara verkferla í starfi deildarinnar og sjá hvar úrbóta er þörf því okkur er mikið í mun um að tryggja að upplifun allra af því að æfa og starfa fyrir félagið sé sem allra best."

Yfirlýsingu Selfoss má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Sjá einnig:
Ætlar aldrei aftur til Íslands útaf rasisma



Athugasemdir