Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
   mán 19. ágúst 2024 22:05
Haraldur Örn Haraldsson
Dóri Árna um titilbaráttuna: Alltaf búið að vera í okkar höndum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins þar sem liðið hans sigraðir Fram 3-1 á heimavelli. Á sama tíma tapaði Víkingur fyrir ÍA, sem gerði það að verkum að Breiðablik er búið að jafna Víking af stigum á toppi deildarinnar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Fram

„Mér fannst við byrja leikinn hrikalega vel, við vorum með öll tök á leiknum bæði varnarlega og sóknarlega. Við gerðum vel í að komast yfir og kannski smá klaufar að leyfa þeim að komast inn í leikinn. Þeir spiluðu mjög fast, og svo sem ekkert að því, það var bara línan í leiknum. Þeir nýttu sér það til að koma sér inn í leikinn og við kannski bara ekki nógu harðir á móti. Þeir voru bara mjög öflugir seinni hlutan af fyrri hálfleik, en svo fannst mér við koma vel inn í seinni hálfleikinn og spilum seinni hálfleikinn mjög vel. Pressuðum þá betur og vorum hættulegri sóknarlega, og svona eftir að við komumst yfir 2-1 þá fannst mér þetta aldrei spurning."

Titilbaráttan galopnaðist í kvöld þar sem eftir úrslit kvöldsins eru Breiðablik og Víkingur bæði með 40 stig í fyrsta og öðru sæti deildarinnar.

„Þetta er alltaf búið að vera í okkar höndum ef þú tekur markatöluna inn í þetta. Það sem munaði er að við spiluðum þennan leik sem við áttum inni og við unnum hann, þá vissum við að það væri stutt í þetta. Við þurfum samt að passa það að það er næstum því þriðjungur eftir af mótinu. Þetta snýst bara um að ná sigrum og úrslitum og stigum, eins mörgum og þú getur í hverjum einasta leik. Það er engin leið að fara vinna 8 eða 9 leiki í röð í þessari deild. Þannig það er mikilvægt fyrir okkur að vera í eins góðri stöðu og hægt er þegar kemur að þessari úrslitakeppni og 'challenga' þetta alla leið þá."

Víkingar eru ennþá í bikar og Evrópukeppni og þurfa því að einbeita sér að fleiri keppnum þar sem Breiðablik hefur bara deildina sem gæti mögulega hjálpað þeim í þessari baráttu.

„Mér heyrist þeir fá bara allskonar slaka með það og geta sett góðan fókus á hverja keppni í einu, með góðan tíma milli leikja. Þannig ég sé það ekki hafa mikil áhrif á þá."

Víkingar fengu að fresta leik þeirra gegn KR í næstu viku til að gefa þeim meiri tíma til að einbeita sér að Evrópukeppninni. Breiðablik sótti um slíkt hið sama í fyrra þegar þeir voru í sömu stöðu en þá var það hafnað. Þegar Halldór var spurður hvað honum fyndist um það, sagði hann fréttamaður einfaldlega hafa svarað spurningunni með þessari staðreynd.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner