Norski miðjumaðurinn Sverre Nypan er genginn í raðir Middlesbrough á láni frá Manchester City út tímabilið sem var að hefjast.
Nypan er gífurlega efnilegur leikmaður sem gekk á dögunum í raðir Man City frá Rosenborg þar sem hann byrjaði að spila með aðalliðinu þegar hann var 15 ára gamall.
Nypan er gífurlega efnilegur leikmaður sem gekk á dögunum í raðir Man City frá Rosenborg þar sem hann byrjaði að spila með aðalliðinu þegar hann var 15 ára gamall.
Man City borgaði 15 milljónir evra fyrir táninginn og var það metfé fyrir Rosenborg.
Nypan er 18 ára gamall framsækinn miðjumaður sem hefur komið að 25 mörkum í 70 keppnisleikjum með Rosenborg þrátt fyrir ungan aldur.
Hann hefur verið algjör lykilmaður upp yngri landslið Noregs og leikur bæði með U19 og U21 liðunum. Hann á í heildina 34 landsleiki að baki fyrir yngri liðin.
Nypan mun taka sín fyrstu skref á Englandi í næst efstu deild með Middlesbrough en það er lið sem stefnir á það að fara upp og verður mögulega í þeirri baráttu.
Athugasemdir