PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   mán 18. ágúst 2025 22:35
Kjartan Leifur Sigurðsson
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Galdur í leik kvöldsins.
Galdur í leik kvöldsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Galdur Guðmundsson skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri KR gegn Fram í kvöld. Þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur fyrir KR frá því að hann kom frá Horsens í sumarglugganum.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 KR

„Ég er gífurlega sáttur með þetta, mikilvægt að ná í þrjú stig í dag. Þessi stig eru stór fyrir okkur í þeirri stöðu sem við erum í í deildinni," segir Galdur í leikslok.

KR-ingar lágu djúpt til baka undir lok leiks og þurftu að harka til þess að ná inn stigunum þremur.

„Við vorum góðir í því. Ef þu rýnir í töfluna þá voru þessi þrjú stig mjög mikilvæg og við vorum bara tilbúnir í það að leggja smá aukalega á okkur til þess að ná í þessi stig í dag. Ég er gífurlega sáttur með það."

Galdur hafði ekki verið lengi í herbúðum Horsens í Danmörku þegar hann skrifaði undir hjá KR í sumar.

„Óskar var áhugasamur um að fá mig í KR og ég hafði ekki verið á fá þann spiltíma sem ég bjóst við að fá þegar ég skrifaði undir hjá Horsens. Ég var ósátur og vildi spila fótbolta. Óskar þekkir mig sem leikmann, þjálfaði mig í Breiðablik. Mér fannst þetta rétta múvið fyrir mig."

Galdur segir að félagaskipti til Breiðabliks hafi líka verið möguleiki en hann lék með Blikum áður en hann fór út í atvinnumennsku.

„Það var möguleiki en mér leist betur á KR."


Athugasemdir
banner
banner