Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   mán 18. ágúst 2025 20:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Umdeildur VAR dómur réði úrslitum á Elland Road
Mynd: EPA
Leeds 1 - 0 Everton
1-0 Lukas Nmecha ('84 , víti)

Leeds var með mikla yfirburði í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni síðan liðið féll árið 2023.

Leeds fékk Everton í heimsókn á Elland Road. Jordan Pickford þurfti að taka á honum stóra sínum strax í upphafi leiks þegar hann varði frá Joel Piroe, sóknarmanni Leeds.

Everton sá ekki til sólar í fyrri hálfleik en liðið náði ekki einu skoti á markið.

Carlos Alcaraz fékk gott tækifæri til að jafna metin þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma en Lucas Perri varði vel frá honum.

Stuttu síðar fékk Leeds ansi umdeilda vítaspyrnu. James Tarkowski var með höndina fyrir aftan bak þegar hann fékk boltann í sig eftir skot frá Anton Stach.

Lukas Nmecha steig á punktinn. Jordan Pickford valdi rétt horn en skotið hnitmiðað og boltinn hafnaði í netinu. Það var sigurmarkið og því gríðarlega sterkur sigur hjá nýliðum Leeds staðreynd.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Chelsea 2 1 1 0 5 1 +4 4
2 Man City 1 1 0 0 4 0 +4 3
3 Sunderland 1 1 0 0 3 0 +3 3
4 Tottenham 1 1 0 0 3 0 +3 3
5 Liverpool 1 1 0 0 4 2 +2 3
6 Nott. Forest 1 1 0 0 3 1 +2 3
7 Arsenal 1 1 0 0 1 0 +1 3
8 Leeds 1 1 0 0 1 0 +1 3
9 Brighton 1 0 1 0 1 1 0 1
10 Fulham 1 0 1 0 1 1 0 1
11 Aston Villa 1 0 1 0 0 0 0 1
12 Crystal Palace 1 0 1 0 0 0 0 1
13 Newcastle 1 0 1 0 0 0 0 1
14 Everton 1 0 0 1 0 1 -1 0
15 Man Utd 1 0 0 1 0 1 -1 0
16 Bournemouth 1 0 0 1 2 4 -2 0
17 Brentford 1 0 0 1 1 3 -2 0
18 Burnley 1 0 0 1 0 3 -3 0
19 Wolves 1 0 0 1 0 4 -4 0
20 West Ham 2 0 0 2 1 8 -7 0
Athugasemdir
banner