Edon Zhegrova, leikmaður Lille, er á óskalista Juventus. Fabrizio Romano greinir frá þessu.
Juventus er að skoða mögulega arftaka Nicolas Gonzalez sem er sterklega orðaður við Atletico Madrid.
Juventus er að skoða mögulega arftaka Nicolas Gonzalez sem er sterklega orðaður við Atletico Madrid.
Gonzalez og Zhegrova eru hægri kantmenn en Gonzalez var á láni hjá Juventus frá Fiorentina á síðustu leiktíð.
Það var kaupskylda í samningnum hans og hann skrifaði undir samning við Juventus fyrir þremur mánuðum síðan og félagið borgaði 25 milljónir evra fyrir hann en nú gæti hann verið á förum frá félaginu.
Athugasemdir