Heimild: BBC
Enska úrvalsdeildin er komin aftur í gang og þá skríður Troy Deeney, sérfræðingur BBC, aftur fram eftir sumardvala og velur lið umferðarinnar. Englandsmeistarar Liverpool hófu titilvörnina á sigri gegn Bournemouth en enginn leikmaður liðsins kemst þó í úrvalsliðið hjá Deeney.
Markvörður: David Raya (Arsenal) - Átta markvörslur í 1-0 útisigri gegn Manchester United á Old Trafford.
Varnarmaður: Rico Lewis (Manchester City) - Átti frábæra stoðsendingu á Haaland í 4-0 sigri gegn Úlfunum.
Varnarmaður: Rayan Ait-Nouri (Manchester City) - Báðir bakverðir City eru í liðinu enda öflugir bæði varnar- og sóknarlega. Ait-Nouri var flottur gegn sínu fyrrum félagi.
Varnarmaður: Dan Ballard (Sunderland) - Ballard skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark í fræknum 3-0 sigri nýliða Sunderland gegn West Ham.
Miðjumaður: Ethan Ampadu (Leeds United) - Algjörlega frábær sem varnartengiliður í 1-0 sigri Leeds gegn Everton. Setti tóninn með miklum krafti og baráttu.
Miðjumaður: Elliot Anderson (Nottingham Forest) - Geggjuð stoðsending á Chris Wood í 3-1 sigri gegn Brentford. Var gríðarlegur drifkraftur fyrir Forest.
Miðjumaður: Tijjani Reijnders (Manchester City) - Hollendingurinn lék listir sínar. Leikmaður helgarinnar. Hann var frábær hjá AC Milan og virðist smellpassa hjá City. Sýndi geggjuð tilþrif í aðdraganda fyrsta marksins og átti síðan eftir að skora sjálfur í 4-0 sigri City.
Sóknarmaður: Mohammed Kudus (Tottenham) - Frábær úti hægra megin hjá Spurs í öruggum sigri gegn Burnley. Átti tvær stoðsendingar og virðist ætla að reynast liðinu flottur styrkur.
Sóknarmaður: Antoine Semenyo (Bournemouth) - Skoraði tvö mörk í tapi Bournemouth gegn Liverpool. Þó hans lið hafi tapað stóð Semenyo uppi sem sigurvegari eftir leikinn.
Sóknarmaður: Richarlison (Tottenham) - Wood og Haaland geta verið fúlir yfir því að komast ekki í úrvalsliðið en Brasilíumaðurinn Richarlison fær kallið. Skoraði tvö frábær mörk.
Stjórinn: Regis Le Bris (Sunderland) - Frábært upplegg skilaði frábærri frammistöðu. Frakkinn sem stýrir Sunderland er stjóri vikunnar.
Athugasemdir