Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 19:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar útskýrir fjarveru Arons
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram og KR eigast við í Úlfarsárdalnum þessa stundina. KR er án Arons Sigurðarsonar, fyrirliða liðsins, sem hefur verið einn besti leikmaður liðsins í sumar.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var spurður út í fjarveruna í viðtali á SÝN Sport fyrir leikinn.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 KR

„Hann fann aðeins til aftan í læri á æfingu. Við mátum það þannig að það væri ekki skynsamlegt að taka sénsinn á honum og eiga það á hættu að missa hann í nokkrar vikur," sagði Óskar.

Galdur Guðmundsson kemur inn í liðið fyrir Aron í sínum fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum fyrir KR. Óskar lýsir Galdri sem áræðnum leikmanni sem gæti nýst vel í dag.
Athugasemdir
banner