Í Stúkunni á Sýn Sport var sýnd upptaka af því þegar mark Vestra gegn Stjörnunni var dæmt ógilt.
Í upptökunni fá áhorfendur sjaldgæfa sýn inn í samskipti dómara því heyra má upptökur úr þeirra samskiptabúnaði þegar þeir dæmdu markið ógilt.
Vestri taldi sig hafa jafnað 2-2 en dómararnir voru á öðru máli og Stjarnan vann leikinn 2-1. Vladimir Tufegdzic var talinn hafa verið rangstæður og hafa haft áhrif á markvörð Stjörnunnar.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var ekki sáttur og taldi að Túfa hafi ekki verið rangstæður.
„Ég get með engu móti séð hvernig hann fær út að þetta er rangstaða. Vinstri bakvörður Stjörnunnar situr eftir og miðað við þær myndir og myndbönd sem ég hef séð þá get ég ekki séð að Túfa sé rangstæður," sagði Davíð í viðtali við Fótbolta.net í gær.
Í upptökunni fá áhorfendur sjaldgæfa sýn inn í samskipti dómara því heyra má upptökur úr þeirra samskiptabúnaði þegar þeir dæmdu markið ógilt.
Vestri taldi sig hafa jafnað 2-2 en dómararnir voru á öðru máli og Stjarnan vann leikinn 2-1. Vladimir Tufegdzic var talinn hafa verið rangstæður og hafa haft áhrif á markvörð Stjörnunnar.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var ekki sáttur og taldi að Túfa hafi ekki verið rangstæður.
„Ég get með engu móti séð hvernig hann fær út að þetta er rangstaða. Vinstri bakvörður Stjörnunnar situr eftir og miðað við þær myndir og myndbönd sem ég hef séð þá get ég ekki séð að Túfa sé rangstæður," sagði Davíð í viðtali við Fótbolta.net í gær.
Athugasemdir