Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
   mán 18. ágúst 2025 23:41
Kjartan Leifur Sigurðsson
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í fyrri hálfleik fannst mér KR öflugri en við. Mér fannst við ekki nýta okkur þær stöður sem við fengum nægilega vel sérstaklega í byrjun, segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 1-0 tap gegn KR í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 KR

Frammistaða Fram var þó betri í seinni hálfleik og hefði heppnin verið með þeim hefði jöfnunarmarkið komið.

„Í seinni hálfleik vorum við miklu, miklu öflugri og pressum þá mjög hátt. Við fengum fullt af hálffærum og tvö eða þrjú dauðafæri en því miður þá vildi boltinn ekki í netið í dag."

KR-ingar bökkuðu langt niður í seinni hálfleik sem kom mörgum á óvart, en ekki Rúnari.

„Í seinasta leik voru þeir að verja forskotið sitt eftir að þeir komust yfir og í fyrri hálfleik þar gerðu þeir það líka. Það er bara eðlilegt, þú þarft að verjast í fótbolta. Þeir breyta aðeins til í seinasta leik og aftur í dag. Þú vilt ná í stig og vinna fótboltaleiki, það er ekki alltaf hægt að fara fram með alla og taka alla sénsa í heiminum. Ég átti alveg eins von á því að þeir myndu falla niður ef við myndum hræða þá aðeins með góðri pressu og stela boltanum."

Fram hafa nú aðeins sótt 3 stig af seinustu 15 mögulegum. Framundan eru þrír leikir sem skera úr um hvort liðið endi í efri hlutanum.

„Við erum tilbúnir í þessa baráttu. Við höfum verið þarna í allt sumar á þessum slóðum og höfum haft tækifæri til þess að styrkja stöðu okkar í efri hlutanum en erum núna komnir í neðri hlutann. Þetta er gríðarlega jafnt og við eigum KA næst.
Athugasemdir
banner
banner