Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Trylltir út í Raphinha eftir stórhættulega tæklingu
Mynd: EPA
Raphinha fékk það óþvegið frá þjálfarateymi Mallorca eftir stórhættulega tæklingu Brasilíumannsins í leik Barcelona gegn Mallorca í spænsku deildinni um helgina.

Raphinha fékk aðeins gult spjald fyrir fólskulegt brot á Mateu Morey, varnarmanni Mallorca. Hann fór hátt og á fullri ferð í Morey.

Atvikið átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks en menn úr þjálfarateymi Mallorca hraunuðu yfir Raphinha í hálfleik. Morey á langa meiðslasögu að baki en hann hefur slitið krossband í báðum hnjám.

Það gekk mikið á í þessum leik en tveir leikmenn Mallorca voru reknir af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik. Barcelona vann leikinn 3-0.

Posts from the soccer
community on Reddit



Athugasemdir
banner