Raphinha fékk það óþvegið frá þjálfarateymi Mallorca eftir stórhættulega tæklingu Brasilíumannsins í leik Barcelona gegn Mallorca í spænsku deildinni um helgina.
Raphinha fékk aðeins gult spjald fyrir fólskulegt brot á Mateu Morey, varnarmanni Mallorca. Hann fór hátt og á fullri ferð í Morey.
Atvikið átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks en menn úr þjálfarateymi Mallorca hraunuðu yfir Raphinha í hálfleik. Morey á langa meiðslasögu að baki en hann hefur slitið krossband í báðum hnjám.
Það gekk mikið á í þessum leik en tveir leikmenn Mallorca voru reknir af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik. Barcelona vann leikinn 3-0.
Posts from the soccer
community on Reddit
Mallorca staff member to Raphinha after his tackle on Morey: "He has two torn ACLs, two torn ACLs!!" pic.twitter.com/hNcA8zhG8z
— Barça Universal (@BarcaUniversal) August 17, 2025
Athugasemdir