Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
banner
   mán 18. ágúst 2025 21:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Held að nafnið mitt hafi ekki verið á brúsanum hans Pickford"
Mynd: EPA
Lukas Nmecha var hetja Leeds í sínum fyrsta leik fyrir liðið þegar hann skoraði úr umdeildri vítaspyrnu í sigri gegn Leeds í úrvalsdeildinni í kvöld.

James Tarkowski var með höndina fyrir aftan bak þegar hann fékk boltann í sig eftir skot frá Anton Stach. VAR dæmdi víti þar sem Tarkowski hallaði sér að boltanum.

Nmecha gekk til liðs við Leeds frá Wolfsburg í sumar. Hann þekkir til á Englandi því hann lék á sínum yngri árum með Man City.

„Þetta er stórkostslegt. Ég er mjög ánægður, frábær þrjú stig. Ég hef alltaf verið einn af vítaskyttunum en Joel Piroe er yfirleitt númer eitt. Hann var farinn út af svo sem betur fer fékk ég að taka hana," sagði Nmecha.

Jordan Pickford var með upplýsingar á vatnsbrúsanum sínum um vítaskyttur Leeds.

„Ég ákveð yfirleitt fyrir leikinn hvert ég skýt ef ég fæ víti. Ég held að hann hafi verið að blekkja, ég held að nafnið mitt hafi ekki verið á vatnsbrúsanum hans. Ég skaut bara fast og lágt, það er erfitt að verja þetta," sagði Nmecha.


Athugasemdir
banner