Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 10:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikilvæg frammistaða fyrir Elías í tvöfaldri samkeppni
Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Eftir að hafa byrjað tímabilið á bekknum þá hefur Elías Rafn Ólafsson verið í marki Midtjylland í síðustu leikjum.

Hann er enn og aftur í harðri baráttu við hinn reynslumikla Jonas Lössl um sæti í liðinu. Lössl byrjaði tímabilið en Elías hefur varið mikið síðustu leiki.

Elías sýndi það hversu öflugur hann er í síðasta leik þegar Midtjylland vann 0-2 sigur á Vejle á útivelli.

Hann var frábær í leiknum og komst í lið umferðarinnar hjá Tipsbladet.

„Ef ekki hefði verið fyrir íslenska markvörðinn þá hefði Midtjylland líklega ekki náð í stigin þrjú. Ólafsson varði nokkrum sinnum frábærlega og bjargaði leiknum," segir í umsögn Tipsbladet.

Það er mikilvægt fyrir Elías að spila þar sem hann er í harðri baráttu við Hákon Rafn Valdimarsson um að vera í byrjunarliði íslenska landsliðsins. Það styttist nefnilega í næsta landsliðsverkefni.
Athugasemdir
banner