Robert Lewandowski, framherji Barcelona, skaut á Ballon d'Or verðlaunin í viðtali við BBC en verðlaunin eru veitt þeim leikmanni sem þótti standa sig best á síðasta tímabili.
Hann segir að leikmaður úr röðum Barcelona eigi skilið að vinna verðlaunin.
Hann segir að leikmaður úr röðum Barcelona eigi skilið að vinna verðlaunin.
„Miðað við hvernig við spiluðum erum við með leikmenn sem koma til greina. Ég veit ekki hvort er mikilvægara 'The Best FIFA' verðlaunin eða Ballon d'Or," sagði Lewandowski.
„Ballon d'Or er meiri sýning. Það skilur þetta enginn, þetta er að hluta til fótboltatengt og að hluta til pólitík."
Franska blaðið France Football veitir Ballon d'Or verðlaunin en FIFA veitir The Best verðlaunin. Lewandowski hefur unnið The Best verðlaunin tvisvar, árið 2020 og 2021 en aldrei unnið Ballon d'Or.
Ousmane Dembele, leikmaður PSG og fyrrum leikmaður Barcelona, er talinn líklegastur til að vinna verðlaunin. Lewandowski er tilnefndur ásamt liðsfélögum sínum Raphinha, Pedri og Lamine Yamal. Verðlaunin verða veitt þann 22. september.
Athugasemdir