RW Essen 0 - 1 Borussia D.
0-1 Serhou Guirassy ('79 )
0-1 Serhou Guirassy ('79 )
Dortmund heimsótti RW Essen sem leikur í 3. deild í þýska bikarnum í kvöld.
Margir sterkir leikmenn voru í byrjunarliði Dortmund en leikurinn var mjög jafn.
Markahrókurinn Serhou Guirassy var meðal annars í byrjunarliðinu og hann skoraði sigurmarkið undir lokin með skoti fyrir utan teiginn í fjærhornið.
Tveir leikir eru eftir í fyrstu umferð bikarsins en þeir fara ekki fram fyrr en í næstu viku. Stuttgart heimsækir Braunschweig á þriðjudaginn og Bayern heimsækir Wehen á miðvikudaginn.
Athugasemdir