Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 23:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalski bikarinn: Torino og Udinese áfram
Mynd: EPA
Fjórir leikir fóru fram í ítalska bikarnum í kvöld.

Nikola Vlasic var hetja Torino sem vann Modena með einu marki. Modena var um miðja deild í næst efstu deild á síðustu leiktíð en Torino var um miðja deild í efstu deild.

Udinese var með jafn mörg stig og Torino á síðustu leiktíð. Udinese lagði Carrarese af velli sem var með jafn mörg stig og Modena á síðustu leiktíð.

Verona lenti í vandræðum gegn Audace Cerignola sem leikur í C-deildinni. Verona vann í vítaspyrnukeppni eftir að Audace jafnaði metin í uppbótatíma.

Þá hafði Spezia betur gegn Sampdoria í vítaspyrnukeppni.

Spezia 1 - 1 Sampdoria (4-2 í vítaspyrnukeppni)
0-1 Liam Henderson ('34 )
1-1 Gabriele Artistico ('36 )

Udinese 2 - 0 Carrarese
1-0 Arthur Atta ('43 )
2-0 Iker Bravo ('59 )

Torino 1 - 0 Modena
1-0 Nikola Vlasic ('51 )

Audace Cerignola 1 - 1 Verona (2-4 í vítaspyrnukeppni)
0-1 Domagoj Bradaric ('55 )
1-1 Miguel Angel ('90 )
Athugasemdir