Everton tapaði gegn Leeds í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar í kvöld. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu.
James Tarkowski fékk boltann í höndina eftir skot frá Anton Stach. David Moyes, stjóri Everton, var allt annað en sáttur með dóminn.
James Tarkowski fékk boltann í höndina eftir skot frá Anton Stach. David Moyes, stjóri Everton, var allt annað en sáttur með dóminn.
„Það er erfitt að tapa á þessu. Ég fór inn og ræddi við dómarana. Þeir virðst halda að handleggurinn fari af þegar maður hallar sér. Þú mátt hallla þér í fótbolta nema einhver geti sýnt fram á að ef þú hallar þér þá er dæmt víti," sagði Moyes.
„Boltinn breytti um stefnu, ég veit ekki hvernig Tarkowski átti að láta taka af sér handlegginn. Hann var ekki með hana út frá líkamanum."
Athugasemdir