Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 19. september 2019 18:05
Brynjar Ingi Erluson
Maradona gæti sannfært Osvaldo um að taka fram skóna
Pablo Dani Osvaldo gæti snúið aftur á völlinn
Pablo Dani Osvaldo gæti snúið aftur á völlinn
Mynd: Getty Images
Pablo Osvaldo, fyrrum landsliðsmaður Ítalíu, segir að það yrði ansi erfitt fyrir hann að hafna Diego Maradona, þjálfara Gimnasia, ef hann myndi biðja hann um að taka fram skóna á nýjan leik.

Osvaldo er 33 ára gamall og á að baki ansi skreyttan feril en hann hefur leikið með félögum á borð við Inter, Juventus, Roma, Fiorentina, Boca Juniors og Southampton.

Hann er fæddur í Argentínu en á ættir að rekja til Ítalíu og ákvað því að spila fyrir ítalska landsliðið. Hann gekk til liðs við Atalanta aðeins 20 ára gamall og naut sín vel í ítalska boltanum.

Osvaldo lék síðast með Boca Juniors í Argentínu en árið 2016 ákvað hann að leggja skóna á hilluna og einbeita sér að tónlistaferlinum en nú gæti hann verið að rífa upp skóna.

Maradona tók við Gimnasia í argentínsku deildinni á dögunum en hann stýrir liðinu út þessa leiktíð.

„Ég vona að hringi ekki í mig því það er ekki hægt að segja nei við Diego. Þetta kæmi mér í vandræði," sagði Osvaldo.

„Ef hann hringir í mig þá sjáum við til. Eina sem ég veit er að ég er að fara að spila með Barrio Viejo (hljómsveit Osvaldo) 21. september," sagði hann ennfremur.

Osvaldo ræddi einnig um tímapunktinn er hann ákvað að leggja skóna á hilluna en Guillermo Barros Schelotto, sem var þá þjálfari Boca Juniors, hraunaði yfir Osvaldo fyrir að reykja inn í klefa og lét rifta samningnum við leikmanninn.

„Þetta var svo mikill sirkús þegar ég ákvað að hætta. Hver í andskotanum er hann að segja mér að ég megi ekki reykja? Er hann pabbi minn eða?"

„Ég hef reykt allt mitt líf og samt spilað með ítalska landsliðinu,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner