Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
   lau 19. september 2020 18:37
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Villarreal og Getafe höfðu betur
Villarreal er komið með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðir spænska deildartímabilsins. Í dag fékk Guli kafbáturinn Eibar í heimsókn og úr varð hörkuleikur.

Fyrri hálfleikur var jafn og markalaus og skoraði Kike fyrir gestina í upphafi síðari hálfleiks.

Þá skiptu heimamenn um gír og sneru stöðunni við þökk sé mörkum frá Gerard Moreno og Paco Alcacer.

Moreno var þriðji markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar í fyrra með 18 mörk og 5 stoðsendingar.

Jaime Mata gerði þá eina mark leiksins er Getafe lagði Osasuna að velli. Mata var markahæsti leikmaður Getafe í deildinni í fyrra með 11 mörk.

Villarreal 2 - 1 Eibar
0-1 Kike ('50)
1-1 Gerard Moreno ('63)
2-1 Paco Alcacer ('71)

Getafe 1 - 0 Osasuna
1-0 Jaime Mata ('54)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 17 14 1 2 49 20 +29 43
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
4 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
5 Espanyol 16 9 3 4 20 16 +4 30
6 Betis 16 6 7 3 25 19 +6 25
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 17 7 2 8 15 22 -7 23
9 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
10 Getafe 16 6 2 8 13 18 -5 20
11 Elche 16 4 7 5 19 20 -1 19
12 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
13 Vallecano 16 4 6 6 13 16 -3 18
14 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner
banner