Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   sun 19. september 2021 19:04
Matthías Freyr Matthíasson
Davíð Þór: Viljum verða tilbúnari á næsta ári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er bara glaður með að við höfum unnið og ég hef ekkert prefrence á því hvort þessara tveggja liða vinni mótið en við náttúrlega erum að reyna að safna eins mörgum stigum og við getum þó svo við getum ekki farið ofar en við erum núna í 6 sætinu sagði glaður Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari FH eftir 1 - 0 sigur á Breiðablik í dag.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Breiðablik

Það hefur sýnt sig að þau lið sem hafa verið að standa sig vel og jafnvel unnið titla og annað slíkt en hafa svo misst dampinn undir lok tímabila og þá hefur það reynst þeim erfitt að koma inn að krafti næsta ár á eftir. Við erum að reyna að sjá til þess að svo verði ekki hjá okkur og bara það að þessir ungu leikmenn fái fullt að leikjum þar sem þeir spila mjög oft 90 mínútur í leikjunum gefur þeim svakalega mikið og gerir það að verkum að þeir verða ennþá tilbúnari á næsta ári.

Við vorum mjög góðir í fyrri hálfeik fannst mér. Við náðum að setja smá pressu á þá og vinna boltann þokkalega hátt uppi. Það var ekkert mikið um færi en svo í seinni hálfleik fannst mér Blikarnir vera mun sterkari og voru óheppnir. Klikka á víti og einu dauðafæri en heilt yfir ótrúlega ánægður


Verður þú áfram í þjálfarateymi FH eftir tímabilið?

Það á eftir að koma í ljós. Við setjumst niður eftir tímabilið og förum yfir málin. Það verður einhver niðurstaða, hver hún verður kemur bara í ljós. Það var bara ákveðið að klára þetta tímabil og klára það með stæl og svo ræðum við saman um framhaldið

Nánar er rætt við Davíð í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner