Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   þri 19. september 2023 11:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Blikar í viðræðum við þá sem eru að renna út á samningum
Viktor Örn og Andri Rafn í bakgrunni.
Viktor Örn og Andri Rafn í bakgrunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudagskvöld þegar liðið heimsækir Maccabi Tel Aviv í Ísrael.

Áður en riðlakeppninni lýkur renna út samningar fjögurra leikmanna sem hafa spilað í sumar. Þeir Davíð Ingvarsson og Viktor Örn Margeirsson verða samningslausir 16. október, Andri Rafn Yeoman verður samningslaus 16. nóvember og Arnór Sveinn Aðalsteinsson verður samningslaus 1. desember.

Samningar þeirra framlengjast ekki sjálfkrafa út riðlakeppnina og eru ráðamenn hjá Breiðabliki í viðræðum við leikmennina um að framlengja samninga þessara leikmanna.

Fimmti leikmaðurinn sem er að verða samningslaus er svo þriðji markvörður meistaraflokks: Hilmar Þór Kjærnested Helgason.

„Viðræður eru í gangi, allt í ákveðnu ferli og á ágætis stað. Þó að það sé ekki komin nein endanleg niðurstaða þá er samtalið virkt," sagði Karl Daníel Magnússon sem er deildarstjóri afreksstarfs knattspyrnudeildar hjá Breiðabliki.

Er einhver af þeim sem þið sjáið að gætu farið? „Eins og staðan er núna erum við nokkuð bjartsýnir á að ná samningum við alla þessa leikmenn," sagði Karl.

Hér að neðan má nálgast viðtal við Óskar Hrafn Þorvaldsson þar sem hann ræddi meðal annars um ferðina til Ísraels.
Óskar Hrafn: Sá möguleiki rennur endanlega úr sögunni á sunnudag
Athugasemdir
banner
banner