Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   þri 19. september 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá Snæfellsnesi í A-landsliðið - „Ég er virkilega stolt að hafa komist hingað"
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er virkilega góð og það er mjög skemmtilegt að vera hérna, ég er virkilega stolt af því. Stelpurnar hafa tekið frábærlega á móti okkur," segir Sædís Rún Heiðarsdóttir, nýliði í íslenska landsliðshópnum, í samtali við Fótbolta.net.

„Þetta er búið að vera markmið mjög lengi og það er mjög sætt að vera hérna."

Hvernig var að sjá nafnið sitt á listanum í A-landsliðshópnum?

„Það var smá sjokk en líka mjög skemmtilegt. Þetta kom mér kannski ekki á óvart, en ég veit það ekki. Bara bæði og einhvern veginn."

Sædís hóf fótboltaferil sinn á Snæfellsnesi og byrjaði að spila með Víkingi Ólafsvík áður en fór yfir í Stjörnuna. „Þetta var alltaf markmiðið og ég hef lagt hart að mér til þess að vera hérna. Ég er virkilega stolt að hafa komist hingað og það er bara að halda áfram núna."

Einn af leikmönnum tímabilsins
Sædís hefur verið einn af leikmönnum tímabilsins í Bestu deildinni en hún hefur verið fastamaður í liði umferðarinnar hér á Fótbolta.net. Hún hefur spilað hlutverk í uppgangi Stjörnunnar undanfarnar vikur en liðið er í mikilli baráttu um að komast aftur í Meistaradeildina.

„Við fórum yfir hlutina og þetta byrjaði að rúlla. Við vissum að við ættum mikið inni og við þyrftum að skila því," segir Sædís.

„Ég fer inn í alla leiki og reyni að standa mig eins vel og ég get og hjálpa liðinu."

Markmiðið hjá Stjörnunni er að komast aftur í Meistaradeildina en í viðtalinu hér að ofan ræðir Sædís um leiki liðsins í keppninni á þessu tímabili. Einnig ræðir hún meira um komandi verkefni með A-landsliðinu og Evrópumótið með U19 landsliðinu sem fór fram í sumar. Sædís var fyrirliði í því liði.
Athugasemdir
banner