29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 19. september 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá Snæfellsnesi í A-landsliðið - „Ég er virkilega stolt að hafa komist hingað"
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er virkilega góð og það er mjög skemmtilegt að vera hérna, ég er virkilega stolt af því. Stelpurnar hafa tekið frábærlega á móti okkur," segir Sædís Rún Heiðarsdóttir, nýliði í íslenska landsliðshópnum, í samtali við Fótbolta.net.

„Þetta er búið að vera markmið mjög lengi og það er mjög sætt að vera hérna."

Hvernig var að sjá nafnið sitt á listanum í A-landsliðshópnum?

„Það var smá sjokk en líka mjög skemmtilegt. Þetta kom mér kannski ekki á óvart, en ég veit það ekki. Bara bæði og einhvern veginn."

Sædís hóf fótboltaferil sinn á Snæfellsnesi og byrjaði að spila með Víkingi Ólafsvík áður en fór yfir í Stjörnuna. „Þetta var alltaf markmiðið og ég hef lagt hart að mér til þess að vera hérna. Ég er virkilega stolt að hafa komist hingað og það er bara að halda áfram núna."

Einn af leikmönnum tímabilsins
Sædís hefur verið einn af leikmönnum tímabilsins í Bestu deildinni en hún hefur verið fastamaður í liði umferðarinnar hér á Fótbolta.net. Hún hefur spilað hlutverk í uppgangi Stjörnunnar undanfarnar vikur en liðið er í mikilli baráttu um að komast aftur í Meistaradeildina.

„Við fórum yfir hlutina og þetta byrjaði að rúlla. Við vissum að við ættum mikið inni og við þyrftum að skila því," segir Sædís.

„Ég fer inn í alla leiki og reyni að standa mig eins vel og ég get og hjálpa liðinu."

Markmiðið hjá Stjörnunni er að komast aftur í Meistaradeildina en í viðtalinu hér að ofan ræðir Sædís um leiki liðsins í keppninni á þessu tímabili. Einnig ræðir hún meira um komandi verkefni með A-landsliðinu og Evrópumótið með U19 landsliðinu sem fór fram í sumar. Sædís var fyrirliði í því liði.
Athugasemdir
banner
banner