Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
banner
   þri 19. september 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá Snæfellsnesi í A-landsliðið - „Ég er virkilega stolt að hafa komist hingað"
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er virkilega góð og það er mjög skemmtilegt að vera hérna, ég er virkilega stolt af því. Stelpurnar hafa tekið frábærlega á móti okkur," segir Sædís Rún Heiðarsdóttir, nýliði í íslenska landsliðshópnum, í samtali við Fótbolta.net.

„Þetta er búið að vera markmið mjög lengi og það er mjög sætt að vera hérna."

Hvernig var að sjá nafnið sitt á listanum í A-landsliðshópnum?

„Það var smá sjokk en líka mjög skemmtilegt. Þetta kom mér kannski ekki á óvart, en ég veit það ekki. Bara bæði og einhvern veginn."

Sædís hóf fótboltaferil sinn á Snæfellsnesi og byrjaði að spila með Víkingi Ólafsvík áður en fór yfir í Stjörnuna. „Þetta var alltaf markmiðið og ég hef lagt hart að mér til þess að vera hérna. Ég er virkilega stolt að hafa komist hingað og það er bara að halda áfram núna."

Einn af leikmönnum tímabilsins
Sædís hefur verið einn af leikmönnum tímabilsins í Bestu deildinni en hún hefur verið fastamaður í liði umferðarinnar hér á Fótbolta.net. Hún hefur spilað hlutverk í uppgangi Stjörnunnar undanfarnar vikur en liðið er í mikilli baráttu um að komast aftur í Meistaradeildina.

„Við fórum yfir hlutina og þetta byrjaði að rúlla. Við vissum að við ættum mikið inni og við þyrftum að skila því," segir Sædís.

„Ég fer inn í alla leiki og reyni að standa mig eins vel og ég get og hjálpa liðinu."

Markmiðið hjá Stjörnunni er að komast aftur í Meistaradeildina en í viðtalinu hér að ofan ræðir Sædís um leiki liðsins í keppninni á þessu tímabili. Einnig ræðir hún meira um komandi verkefni með A-landsliðinu og Evrópumótið með U19 landsliðinu sem fór fram í sumar. Sædís var fyrirliði í því liði.
Athugasemdir
banner
banner
banner