Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2019 20:55
Brynjar Ingi Erluson
U20: Englendingar gengu á lagið í síðari hálfleik gegn Íslandi
Ian Poveda Ocampo skoraði tvö mörk fyrir England
Ian Poveda Ocampo skoraði tvö mörk fyrir England
Mynd: Getty Images
England U20 3 - 0 Ísland U20
1-0 Danny Loader ('50 )
2-0 Ian Poveda Ocampo ('71 )
3-0 Ian Poveda Ocampo ('73 )

Enska landsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann Ísland 3-0 í vináttuleik á Adams Parke í Wycombe í kvöld. Öll mörk Englendinga komu í síðari hálfleik.

England U20 3 - 0 Ísland U20 - Lestu textalýsinguna

Besta færi Íslands kom á 37. mínútu er Valdimar Ingimundarson slapp í gegn og ætlaði að fara framhjá Billy Crellin í markinu en markvörðurinn rétt náði að koma puttunum á boltann og stöðva Kolbein.

Englendingar komu öflugir til leiks í þeim síðari og skoraði Danny Loader, leikmaður Reading, fyrsta markið. Hann stakk sér fram fyrir Finn Tómas Pálmason og skoraði örugglega.

Heimamenn áttu þá skot í stöng á 58. mínútu áður en þeir kynntu Ian Poveda Ocampo, leikmann Manchester City, til leiks þremur mínútum síðar. Hann skoraði tvö mörk fyrir Englendinga á tveimur mínútum.

Fyrra mark hans kom á 71. mínútu eftir sendingu frá Loader en hann fékk dágóðan tíma til að athafna sig í teignum áður en hann skoraði. Ocampo skoraði svo tveimur mínútum síðar með góðu hægri fótar skoti.

Lokatölur 3-0 fyrir England. Fínasti fyrri hálfleikur hjá íslenska liðinu en enska liðið reyndist of sterkt í þeim síðari.

Byrjunarlið Englands: Crellin (M), Cochrane, Bogle, Longstaff, Gibson, Bolton, Latibaudiere, Tavernier, Loader, Gomes, Clarke.

Byrjunarlið Íslands: Elías Rafn Ólafsson (M), Hjalti Sigurðsson, Torfi Tímoteus Gunnarsson, Finnur Tómas Pálmason, Davíð Ingvarsson, Alex Þór Hauksson, Daníel Hafsteinsson, Kolbeinn Þórðarson, Kolbeinn Birgir Finnsson, Valdimar Þór Ingimundarson, Brynjólfur Darri Willumsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner