Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 20. janúar 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Matic: Við vorum betri síðustu 35 mínúturnar gegn Liverpool
Nemanja Matic.
Nemanja Matic.
Mynd: Getty Images
„Mér fannst þeir spila betur í fyrri hálfleik og fyrstu fimm eða tíu mínúturnar í þeim síðari en eftir það stjórnuðum við leiknum. Mér fannst við vera inni í leiknum, við gátum skorað og skapað," sagði Nemanja Matic miðjumaður Manchester United eftir 2-0 tapið gegn Liverpool á Anfield í gær.

Mohamed Salah innsiglaði sigur Liverpool í viðbótartíma en United hafði sótt talsvert á lokakaflanum.

„Mér fannst við spila góðan fótbolta síðustu 35-40 mínúturnar. Við vorum betra liðið en þetta er erfitt ef þú skorar ekki mörk gegn svona liðum."

„Ég er viss um að starfsfólkið okkar mun leikgreina allt og síðustu 35 mínúturnar eru dæmi um hvernig við þurfum að spila gegn sterkum liðum."

„Það er gott að við fáum tækifæri eftir þrjá daga (gegn Burnley) til að sýna að við erum betri en þetta en ef einhver vill meina að við höfum spilað illa þá er ég ekki sammála."

„Við vorum betri í 35 mínútur gegn besta liðinu í deildinni. Við stjórnuðum þessu og við hefðum getað skorað."

Athugasemdir
banner
banner
banner