Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. janúar 2020 19:18
Brynjar Ingi Erluson
Rui Faria hættur með Al Duhail (Staðfest)
Rui Faria
Rui Faria
Mynd: Getty Images
Portúgalski þjálfarinn Rui Faria er hættur með Al Duhail en þetta kemur í tilkynningu frá félaginu í kvöld.

Faria og Jose Mourinho voru öflugt teymi frá 2002 til 2018 en hann var aðstoðarþjálfari Mourinho hjá Porto, Chelsea, Real Madrid, Inter og Manchester United.

Hann hætti hjá United árið 2018 og tók svo við Al Duhail í Katar í janúar á síðasta ári.

Hann vann Emir-bikarinn með Al Duhail en hefur nú ákveðið að yfirgefa félagið þegar liðið situr í efsta sæti í úrvalsdeildinni í Katar en mikið gekk á bakvið tjöldin. Faria var ósáttur við hvernig ýmsum málum var háttað og ákvað því að hætta þjálfun liðsins.

Þetta þykir afar undarlegt í ljósi þess að Faria fékk þá Mario Mandzukic og Kwang-Son Han frá Juventus á dögunum.

Mikill áhugi er á Faria í Evrópu og þá sérstaklega á Englandi en það verður fróðlegt að sjá hvert næsta skref hans verður.
Athugasemdir
banner
banner