Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. janúar 2022 09:09
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Búið að framlengja farbanni yfir Gylfa til 17. apríl
Gylfi er áfram laus gegn tryggingu.
Gylfi er áfram laus gegn tryggingu.
Mynd: EPA
Gylfi Þór Sigurðsson verður áfram laus gegn tryggingu en í farbanni frá Englandi þar til 17. apríl. Þetta er í fjórða sinn sem framlenging er gerð á þessu fyrirkomulagi síðan hann var handtekinn í júlí í fyrra vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Gylfi er undir rannsókn lögreglunnar í Manchester sem staðfesti við Vísi að farbann hefði verið framlengt.

Talið var að fréttir af málinu myndu berast í gær eða í dag en nú er útlit fyrir að það verði um þriggja mánaða bið eftir því að gefið verði út hvort Gylfi verði ákærður eða málið látið niður falla.

Gylfi hef­ur ekk­ert spilað með Evert­on á þess­ari leiktíð og lék síðast fyrir íslenska landsliðið í nóvember 2020. Hann hefur ekkert tjáð sig opinberlega síðan hann var handtekinn.

Samningur Gylfa við Everton rennur út í sumar og virðist hann hafa leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner