Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 20. janúar 2022 22:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Er í dag sóknarmaður í heimsklassa
Á leið í úrslitaleikinn.
Á leið í úrslitaleikinn.
Mynd: EPA
„Það eru allir í skýjunum inn í klefa," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir sigur gegn Arsenal í enska deildabikarnumm þennan fimmtudaginn.

Liverpool er komið í úrslitaleikinn í 13. sinn. Andstæðingurinn þar verður Chelsea.

„Þetta var erfiður leikur en strákarnir voru stórkostlegir. Arsenal voru líflegir til að byrja með en svo róuðum við leikinn niður, spiluðum góðan fótbolta og sköpuðum okkur mikið."

Diogo Jota skoraði bæði mörk Liverpool og hann fékk hrós frá þeim þýska eftir leik.

„Við skoruðum tvö stórgóð mörk og Diogo Jota var sjóðandi heitur. Við vissum - þegar hann kom til félagsins - að hann myndi hjálpa okkur mjög mikið. Hann er búinn að taka skref fram á við síðan, og er hann í dag sóknarmaður í heimsklassa."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner