Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 20. febrúar 2020 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Arnór Ingvi meiddur - Breskir sigrar
Mögnuð endurkoma Rangers
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ianis Hagi setti tvennu.
Ianis Hagi setti tvennu.
Mynd: Getty Images
Vonum að meiðsli Arnórs séu ekki alvarleg.
Vonum að meiðsli Arnórs séu ekki alvarleg.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Arsenal og Wolves unnu leiki sína í Evrópudeildinni í kvöld og eru komin í mjög góða stöðu fyrir seinni viðureignirnar í næstu viku.

Alexandre Lacazette gerði eina mark leiksins er Arsenal lagði Olympiakos að velli í jöfnum leik í Grikklandi. Lacazette skoraði eftir lága fyrirgjöf frá vængbakverðinum unga Bukayo Saka.

Úlfarnir gjörsamlega rúlluðu yfir Espanyol þar sem Diogo Jota skoraði þrennu og Ruben Neves átti eitt undramark.

Adama Traore spilaði fyrstu 60 mínúturnar og var mjög líflegur.

Olympiakos 0 - 1 Arsenal
0-1 Alexandre Lacazette ('81 )

Wolves 4 - 0 Espanyol
1-0 Diogo Jota ('15 )
2-0 Ruben Neves ('52 )
3-0 Diogo Jota ('67 )
4-0 Diogo Jota ('81 )

Mestu dramatíkina var að finna í Skotlandi þar sem lærisveinar Steven Gerrard komu til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir gegn portúgalska félaginu Braga, sem lagði Wolves að velli í riðlakeppninni.

Gestirnir frá Portúgal voru mun betri í fyrri hálfleik og leiddu í leikhlé en heimamenn tóku stjórn á vellinum eftir leikhlé.

Braga komst í tveggja marka forystu en Ianis Hagi og Joe Aribo sneru stöðunni við á síðustu 25 mínútunum. Hagi setti tvennu og Aribo eitt og urðu lokatölur 3-2.

Rangers 3 - 2 Braga
0-1 Fransergio ('11 )
0-2 Abel Ruiz ('59 )
1-2 Ianis Hagi ('67 )
2-2 Joe Aribo ('75 )
3-2 Ianis Hagi ('82 )

Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö á útivelli gegn Wolfsburg. Hann spilaði fyrstu 22 mínúturnar en þurfti svo að fara af velli vegna meiðsla.

Liðsfélagar Arnórs tóku forystuna í upphafi síðari hálfleiks með marki úr vítaspyrnu en heimamenn náðu að koma til baka og sigra 2-1.

Bayer Leverkusen hafði þá betur gegn Porto á meðan Roma lagði Gent að velli.

AZ Alkmaar og LASK Linz skildu jöfn á meðan Basel skoraði þrjú á útivelli gegn APOEL.

Björn Bergmann Sigurðarson var ónotaður varamaður hjá APOEL Nicosia.

Wolfsburg 2 - 1 Malmo FF
0-1 Isaac Thelin ('47 , víti)
1-1 Josip Brekalo ('49 )
2-1 Admir Mehmedi ('62 )

Bayer Leverkusen 2 - 1 Porto
1-0 Lucas Alario ('29 )
2-0 Kai Havertz ('57 , víti)
2-1 Luis Diaz ('73 )

Roma 1 - 0 Gent
1-0 Carles Perez ('13 )

APOEL 0 - 3 Basel
0-1 Raoul Petretta ('16 )
0-2 Valentin Stocker ('53 )
0-3 Arthur ('66 )

AZ 1 - 1 LASK Linz
0-1 Marko Raguz ('26 )
1-1 T. Koopmeiners ('86, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner