Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. mars 2021 17:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikarinn: Jason Daði skoraði og lagði upp í sigri Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Breiðablik 2 - 1 KA
1-0 Jason Daði Svanþórsson ('38)
2-0 Viktor Karl Einarsson ('40)
2-1 Rodrigo Gomes Mateo ('49)
Lestu um leikinn

Breiðablik lagði KA í lokaleik 8-liða úrslitanna í Lengjubikarnum. Blikar eru því komnir áfram í undanúrslit og mæta þar Keflavík.

Bæði lið stilltu upp mjög sterkum liðum og það voru heimamenn sem skoruðu fyrsta markið. Jason Daði hefur átt frábært undirbúningstímabil og hélt hann góðu persónulegu gengi sínu áfram með marki á 38. mínútu. Markið lá í loftinu og var nýbúið að dæma mark af grænum áður en Thomas Mikkelsen fann Jason inn á teignum.

Tveimur mínútum síðar lagði Jason upp mark fyrir Viktor Karl með góðri fyrirgjöf og staðan var 2-0 í leikhléi.

Akureyringar lögðu ekki árar í bát því á fjórðu mínútu seinni hálfleiks skoraði Rodri eftir hornspyrnu. KA var nálægt því að jafna á 66. mínútu en Viktor Örn Margeirsson gerði vel og komst fyrir skottilraun Daníels Hafsteinssonar.

KA reyndi, eðlilega, að jafna undir lokin en tókst ekki ætlunarverk sitt. Varamaðurinn Steinþór Freyr Þorsteinsson fékk gullið tækifæri en hitti ekki á markrammann í uppbótartíma. KA er því úr leik í keppninni þetta árið.

Breiðablik mætir Keflavík og Stjarnan mætir Val 1. apríl í undanúrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner