Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 20. mars 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sevilla skiptir um þjálfara fyrir einvígið gegn Man Utd
Jorge Sampaoli.
Jorge Sampaoli.
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Sevilla er búið að taka ákvörðun um að reka Argentínumanninn Jorge Sampaoli úr starfi stjóra liðsins.

Julen Lopetegui var rekinn frá Sevilla í október á síðasta ári og var Sampaoli ráðinn í hans stað. Sevilla var í 17. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar þegar Sampaoli tók við.

Þetta var í annað sinn þar sem Sampaoli tók við liðinu. Hann stýrði því tímabilið 2016-2017 en hætti svo til að taka við argentínska landsliðinu fyrir HM í Rússlandi.

Sevilla er aðeins tveimur stigum frá falli í spænsku deildinni og er félagið búið að fá nóg. Það ætlar að skipta Sampaoli út í landsleikjahlénu og mun José Luis Mendilibar taka við.

Mendilibar er 62 ára gamall og hefur stýrt mörgum félögum á Spáni, nú síðast Alaves.

Framundan eru mikilvægir leikir hjá Sevilla og ekki síst eru það leikir gegn Manchester United í átta-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner