Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mán 20. mars 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sevilla skiptir um þjálfara fyrir einvígið gegn Man Utd
Spænska félagið Sevilla er búið að taka ákvörðun um að reka Argentínumanninn Jorge Sampaoli úr starfi stjóra liðsins.

Julen Lopetegui var rekinn frá Sevilla í október á síðasta ári og var Sampaoli ráðinn í hans stað. Sevilla var í 17. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar þegar Sampaoli tók við.

Þetta var í annað sinn þar sem Sampaoli tók við liðinu. Hann stýrði því tímabilið 2016-2017 en hætti svo til að taka við argentínska landsliðinu fyrir HM í Rússlandi.

Sevilla er aðeins tveimur stigum frá falli í spænsku deildinni og er félagið búið að fá nóg. Það ætlar að skipta Sampaoli út í landsleikjahlénu og mun José Luis Mendilibar taka við.

Mendilibar er 62 ára gamall og hefur stýrt mörgum félögum á Spáni, nú síðast Alaves.

Framundan eru mikilvægir leikir hjá Sevilla og ekki síst eru það leikir gegn Manchester United í átta-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner