Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
   þri 20. maí 2014 22:55
Alexander Freyr Tamimi
Fylkisstelpur í krummafót gegn Blikum - Sjáðu það helsta
Hin yfirleitt markheppna Anna Björg fór illa með mörg góð færi í kvöld.
Hin yfirleitt markheppna Anna Björg fór illa með mörg góð færi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikastúlkur voru heppnar að fá stig.
Blikastúlkur voru heppnar að fá stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markalaust jafntefli var niðurstaðan þegar Fylkir og Breiðablik mættust í bongóblíðu í Pepsi-deild kvenna á gervigrasinu í Árbæ í kvöld. Hægt er að sjá svipmyndir úr leiknum í sjónvarpinu hér að ofan.

Ekki vantaði færin í þessum leik, sem langflest voru í boði Fylkisstúlkna, en inn fyrir línuna fór boltinn ekki og þurftu liðin að sætta sig við að taka eitt stig hvort.

Fylkisstúlkur, sem eru komnar aftur upp í Pepsi-deildina eftir eins árs fjarveru, hleyptu gestunum úr Kópavogi aldrei inn í leikinn og gáfu fá færi á sér. Að sama skapi var lið Fylkis skeinuhætt fram á við og skapaði sér nokkur góð færi. Hermann Hreiðarsson var duglegur að öskra stelpurnar áfram og þær börðust vel.

Það var sérstaklega í seinni hálfleiknum sem Fylkisstúlkur óðu í færum. Anna Björg Björnsdóttir klúðraði í hvert skiptið á fætur öðru eftir að hafa stungið varnarmenn Breiðabliks af. Hún var trekk í trekk komin ein í gegn en tókst aldrei að koma boltanum í netið.

Í nokkur skipti skaut hún framhjá og í eitt skiptið þrumaði hún boltanum í slána. Þó Anna hafi verið sú sem flest færin misnotaði, þá áttu liðsfélagar hennar einnig nokkur góð færi en án þess þó að uppskera mark.

Breiðablik sýndi aftur á móti ekki sitt rétta andlit í kvöld. Liðið sem byrjaði mótið á að vinna 1-0 sigur gegn Stjörnunni, sem fór í gegnum síðasta tímabil með fullt hús stiga, fann sig aldrei í kvöld. Þær sköpuðu sér nokkur hálffæri og áttu skalla í tréverkið á lokasekúndu leiksins, en að því frátöldu var lítið að ganga upp hjá þeim.

Í heildina litið voru Blikar ljónheppnar með að yfirgefa Árbæinn með stig í farteskinu. Það leit einfaldlega út fyrir það að sóknarmenn Fylkis hefðu klætt sig í krummafót í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner